Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 23:56 Mjóar dökkar rákir í barmi Garni-gígsins á Mars. Kenningar voru um að fljótandi saltvatn gæti myndað þær. NASA/JPL/University of Arizona Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið. Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið.
Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira