Lægðin dýpkar og ferðamenn ættu að vara sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 07:32 Það er ekki beint regnhlífaveður næstu daga. VÍSIR/ANTON Áfram geisar norðanáttin á landinu og allhvass er algengur vindhraði þennan morguninn. Má það teljast „þokkalega sloppið miðað við það sem á undan er gengið - og það sem er í vændum,“ að sögn Veðurstofunnar. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið. Lægðin dýpkar í dag sem þýðir að það bætir í vindinn síðdegis og má þá búast við norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu. Það verður éljagangur norðan- og austanlands í dag með slæmu skyggni og ferðaveðri. Sunnanlands verður úrkomulaust, en þar þurfa ferðalangar einkum að vara sig á vindstrengjum og vindhviðum. Lokanir á vegum Vegna óveðurs hefur Vegagerðin að sama skapi lokað vegum um Kleifaheiði, Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Víða er hálka og ættu ökumenn að hafa varann á verði þeir á faraldsfæti í dag. Nánar má fræðast um færð á vegum með því að smella hér. Vindhraðinn gefur ekkert eftir á morgun, áfram verður norðanhvassviðri eða stormur. Hins vegar gera spár ráð fyrir að ofankoman verði þéttari og gæti jafnvel eitthvað af henni slæðst yfir á sunnanvert landið. „Þegar á heildina er litið má því búast við því að veður til ferðalaga verði heldur verra á morgun en í dag. Spár gera síðan ráð fyrir að þetta langdregna norðan áhlaup haldi áfram af fullum krafti á föstudag,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við: „Að lokum ber að geta þess að gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður á laugardag. Fyrst lægir um landið vestanvert og verður orðið rólegt þar um hádegi, en austanlands verður orðið skaplegt á laugardagskvöldið. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Áfram geisar norðanáttin á landinu og allhvass er algengur vindhraði þennan morguninn. Má það teljast „þokkalega sloppið miðað við það sem á undan er gengið - og það sem er í vændum,“ að sögn Veðurstofunnar. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið. Lægðin dýpkar í dag sem þýðir að það bætir í vindinn síðdegis og má þá búast við norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu. Það verður éljagangur norðan- og austanlands í dag með slæmu skyggni og ferðaveðri. Sunnanlands verður úrkomulaust, en þar þurfa ferðalangar einkum að vara sig á vindstrengjum og vindhviðum. Lokanir á vegum Vegna óveðurs hefur Vegagerðin að sama skapi lokað vegum um Kleifaheiði, Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Víða er hálka og ættu ökumenn að hafa varann á verði þeir á faraldsfæti í dag. Nánar má fræðast um færð á vegum með því að smella hér. Vindhraðinn gefur ekkert eftir á morgun, áfram verður norðanhvassviðri eða stormur. Hins vegar gera spár ráð fyrir að ofankoman verði þéttari og gæti jafnvel eitthvað af henni slæðst yfir á sunnanvert landið. „Þegar á heildina er litið má því búast við því að veður til ferðalaga verði heldur verra á morgun en í dag. Spár gera síðan ráð fyrir að þetta langdregna norðan áhlaup haldi áfram af fullum krafti á föstudag,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við: „Að lokum ber að geta þess að gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður á laugardag. Fyrst lægir um landið vestanvert og verður orðið rólegt þar um hádegi, en austanlands verður orðið skaplegt á laugardagskvöldið.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira