Skilaboð frá hetju Sevilla á móti Liverpool: Vonandi sá AC Milan þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 14:30 Wissam Ben Yedder fagnar marki í leiknum í gær. Vísir/Getty Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira