Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 13:09 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira