Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 17:32 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag áður en hann bar vitni. vísir/vilhelm Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Trausti segir allt hafa virst eðlilegt við ferðina að Æsustöðum þetta kvöld. Fólkið hafi allt unnið fyrir Svein Gest og verkfærin sem átti að sækja verið þung og mikið af þeim. Hann þekkti ekki mennina sem voru með Sveini Gesti í bíl en kannaðist við Nabakowski bræður. Hann sagðist kannast við að einhver átök hefðu verið fyrir framan heimilið að Æsustöðum og að Sveinn Gestur hefði kallað að Arnar ætlaði að sækja vopn. Hann staðfestir að hann hafi mætt Arnari í brekkunni fyrir neðan bæinn þegar Arnar nálgaðist en segist hafa tekið hann í dyravarðatak. „Ég hef unnið sem dyravörður. Það er auðveldast í heimi að halda manni niðri án skaða,” segir Jón Trausti. „Hann er öskrandi en öskrandi maður skaðar ekki neinn. Þarft ekki að beita ofbeldi til að halda manni föstum.“Ekkert að Arnari þegar hann fór Hann segir að Sveinn Gestur hafi komið að þeim og tekið við því að halda Arnari niðri. Hann hafi gengið niður brekkuna að bílnum sínum, sótt sígarettur og síma. Þegar hann hafi farið frá Arnari og Sveini hafi ekkert amað að Arnari. „Þegar hann hleypur niður, þegar ég mæti honum og þessar sekúndur sem ég var með honum, þá voru ekki áverkar á manninum. Hafi ég veitt honum áverka eins og hefur verið sagt þá hefði lögreglan sama dag sýnt fram á að lífsýni væru á höndum mínum.“ Þegar hann hafi komið aftur að hafi mikið verið af blóði á svæðinu. „[Það var] viðbjóðslegt vegna þess að [...] vissi samt ekki að hann væri dáinn.“ Jón Trausti tók ekki vel í spurningu saksóknara um framburð annarra vitna um að hann hafi staðið hjá eða hvatt Svein Gest áfram á einhvern hátt við ofbeldi á hendur Arnari. „Fáránlegir á allan hátt. Að fólk vogi sér til að segja að ég hafi verið að hvetja hann á nokkurn hátt. Ég stóð ekki hjá.“ Jón Trausti segir það aldrei hafa hvarflað að sér að Arnar myndi ekki lifa kvöldið af. Í ljósi þess að svo hafi farið hafi Snapchat-myndbönd af árásinni verið sérstaklega óviðeigandi. Hann segist sjá eftir að hafa tekið upp myndbönd af vettvangi, hann hafi átt að vita betur sem fullorðinn maður. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Dómari, saksóknari og verjandi skoðuðu vettvang í Mosfellsdal í morgun. 22. nóvember 2017 11:30
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53