Hundruð manna hafa neitað að yfirgefa búðirnar eftir að þeim var lokað um síðustu mánaðarmót og segjast óttast um öryggi sitt annarstaðar. Flóttamennirnir hafa lýst illri meðferð á samfélagsmiðlum og greina frá því að þeim hafi verið gert að afhenda lögreglunni farsíma sína.
Sjá einnig: „Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör
Margir hafa jafnvel dvalið árum saman í búðunum meðan mál þeirra eru til umfjöllunar hjá áströlsku útlendingastofnunni. Þeirra á meðal er Abdul Aziz Adam sem hefur verið í búðunum í fimm ár. Hann birtir myndir frá aðförum lögreglunnar í morgun sem sjá má hér að neðan.
Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn. Mikið hefur verið deilt um málið en flóttamennirnir voru á leið til Ástralíu en yfirvöld þar hafa gripið til þess ráðs að hýsa flóttamenn við illan kost á tveimur eyjum, Manu og Nauru, til að komast hjá því að taka þá inn í sjálfa Ástralíu.
Nánar má fræðast um málið á vef Guardian.
This photo will show how peaceful we are and how we respond to the immigration and police to the violence and aggressive behavior pic.twitter.com/9lnUQ3yXyO
— Abdul Aziz Adam (@Aziz58825713) November 22, 2017