Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 15:30 Hjalti, ásamt syni sínum Árna. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi. Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi.
Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33