Íslenski boltinn

Viðarsdætur barnshafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur á góðri stund.
Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur á góðri stund. vísir/óskaró
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru báðar barnshafandi og óvissa ríkir með þeirra þátttöku með Val í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net greinir frá.

Margrét Lára og Elísa eiga báðar von á sér í vor. Margrét Lára á eitt barn fyrir.

Systurnar slitu báðar krossband í hné á þessu ári og misstu af EM í Hollandi.

Elísa sleit krossband í landsleik Íslands og Hollands í apríl og spilaði af þeim sökum ekkert með Val í sumar.

Margrét Lára sleit krossband í leik Vals og Hauka í lok maí. Hún lék aðeins sjö leiki í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk.

Á blaðamannafundi nú síðdegis tilkynnti Valur um komu landsliðskonunnar Hallberu Gísladóttir. Þá hafa Mist Edvarsdóttir og Elín Metta Jensen framlengt samninga sína við Val.

Valskonur enduðu í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×