Knáar í kúluvarpinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 10:15 Þær Stefanía, Andrea Maya og Inga Sólveig stefna allar langt í frjálsum íþróttum. Mynd/Frjálsíþróttaráð Ungmennasambands Skagafjarðar Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss. Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss.
Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira