Fáum innblástur frá Frökkunum Rittsjórn skrifar 26. nóvember 2017 20:00 Glamour/Getty Franska Vogue hélt um helgina svokallaða tískuhátíð eða Fashion Festival í frönsku höfuðborginni. Þangað mættu vinir og velunnarar blaðsins, áhugafólk um tísku sem og fagfólk í geiranum og báru saman bækur sínar, hlustuðu á fyrirlestra frá meðal annars tveimur kóngum í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Alber Elbaz. Auðvitað var einnig gaman að skoða klæðaburð smekklegra gesta en það komast fáir fatastílar með tærnar þar sem sá franski er með hælana. Afslappað er rétta orðið eða hið fullkomna jafnvægi milli þessa að vera ekki of fínn en samt ekki of hversdaglegur. Jakkafatajakkar í öllum sniðum og gerðum - lausar buxur - háir hælar - rauður varalitur og örlítið úfið hár. Já og svart, það var mikið um svartan klæðnað. Fáum innblástur frá Frökkunum fyrir jólahlaðborðin hér. Fyrirsætan Liya Kebede í fallegum kjól.Bloggarinn Jeanne Damas og hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus.Francois-Henri Pinault stjórnarformaður Kering France og ritstjóri Vogue Emmanuelle Alt.Hönnuðurinn Alber Elbaz.Fyrirsætan Aymeline Valade.Fyrirsætan Lou Doillon,Hönnuðurinn Isabelle Marant. Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour
Franska Vogue hélt um helgina svokallaða tískuhátíð eða Fashion Festival í frönsku höfuðborginni. Þangað mættu vinir og velunnarar blaðsins, áhugafólk um tísku sem og fagfólk í geiranum og báru saman bækur sínar, hlustuðu á fyrirlestra frá meðal annars tveimur kóngum í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Alber Elbaz. Auðvitað var einnig gaman að skoða klæðaburð smekklegra gesta en það komast fáir fatastílar með tærnar þar sem sá franski er með hælana. Afslappað er rétta orðið eða hið fullkomna jafnvægi milli þessa að vera ekki of fínn en samt ekki of hversdaglegur. Jakkafatajakkar í öllum sniðum og gerðum - lausar buxur - háir hælar - rauður varalitur og örlítið úfið hár. Já og svart, það var mikið um svartan klæðnað. Fáum innblástur frá Frökkunum fyrir jólahlaðborðin hér. Fyrirsætan Liya Kebede í fallegum kjól.Bloggarinn Jeanne Damas og hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus.Francois-Henri Pinault stjórnarformaður Kering France og ritstjóri Vogue Emmanuelle Alt.Hönnuðurinn Alber Elbaz.Fyrirsætan Aymeline Valade.Fyrirsætan Lou Doillon,Hönnuðurinn Isabelle Marant.
Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour