„Við erum við bryggjuna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir þrír í Ráðherrabústaðnum í liðinni viku þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00