Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Árásin sem Davíð Smári er ákærður fyrir átti sér stað fyrir tveimur árum við Kjarvalsstaði. Vísir/GVA Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33
Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29