Sigurður Ingi minnist foreldra sinna sem fórust í umferðarslysi Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 13:51 Sigurður Ingi var við nám úti í Kaupmannahöfn, fyrir þrjátíu árum, þegar honum barst símtal sem færði honum hin skelfilegu tíðindi. visir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira