Access Hollywood svarar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 17:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017 Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira