Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 11:07 Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í sumar þegar lónið var friðlýst. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47
Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22