„Þetta er svo grimmt“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 21:48 Sema Erla Serdar hefur barist fyrir fjölskyldu Leó sem á að vísa úr landi á morgun. Vísir/Eyþór „Þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, um þriggja manna fjölskyldu sem verður vísað úr landi á morgun. Um er að ræða Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gamall sonur þeirra Leo. Sema segir í samtali við Vísi lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar fyrr í dag þar sem þeim var tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.„Gátu ekki kvatt einn né neinn“ Sema segir að venjulega liggi brottvísunardagur fyrir með nokkurra daga fyrirvara en í þetta skiptið hafi ákvörðunin borið brátt að. „Það var ekki hægt að gera neinar ráðstafanir og þau gátu ekki kvatt einn né neinn,“ segir Sema. Hún segir að unnið hafi verið að endurupptöku á máli þeirra. Hefðu þau vitað að það stæði til að vísa þeim svo brátt úr landi hefðu þau haft hraðari hendur. „Það er það sem kemur svo á óvart í þessu máli,“ segir Sema en hún segir að illa gangi að fá upplýsingar um stöðuna á fjölskyldunni og hvernig standi á þessum vinnubrögðum.Barnshafandi og veik Hún segir stöðuna mjög alvarlega þar sem að konan, Sobo Anwar, sé barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. „Hún átti að mæta til læknis í vikunni. Mér skilst að heilbrigðisstarfsmaður verði á meðal þeirra sem fylgja þeim úr landi. Þannig að þau telja ástandið það alvarlegt að það þurfi heilbrigðisstarfsmann til að fylgjast með henni en ekki nógu alvarlegt til að hún fái að vera hérna og mæta til læknis eins og hún átti að gera.“ Hún segir íslensk yfirvöld vera að vísa fjölskyldunni aftur til Þýskalands samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þar sem þau sóttu fyrst um hæli. Þau höfðu fengið neitun um hæli í Þýskalandi og segir Sema því raunverulega hættu á því að þeim verði send beint til Írans eða Írak, þar sem þau óttast mjög um líf sitt.Flúðu aðstæður í heimalandi Sobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema segir þau hafa orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallin því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og var fyrst sótt um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Sema segir íslensk stjórnvöld ekki mega senda þau aftur til þess ríkis þar sem þau óttast um líf sitt. Ef það fer svo að Þýskaland sendir þau aftur til Írans eða Írak þá séu íslensk stjórnvöld samsek í því að brjóta gegn alþjóðalögum. „Þetta er svo grimmt. Þetta er eins og hálfs árs barn og ófrísk kona veik og það á að senda þau í einhverjar flóttamannabúðir í Þýskalandi. Það er líka hætta á að þau verði bara send beint áfram eins og við höfum séð gerast áður. Þannig að við vitum ekki hver örlög þeirra verða, þetta er hryllingur.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
„Þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, um þriggja manna fjölskyldu sem verður vísað úr landi á morgun. Um er að ræða Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gamall sonur þeirra Leo. Sema segir í samtali við Vísi lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar fyrr í dag þar sem þeim var tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.„Gátu ekki kvatt einn né neinn“ Sema segir að venjulega liggi brottvísunardagur fyrir með nokkurra daga fyrirvara en í þetta skiptið hafi ákvörðunin borið brátt að. „Það var ekki hægt að gera neinar ráðstafanir og þau gátu ekki kvatt einn né neinn,“ segir Sema. Hún segir að unnið hafi verið að endurupptöku á máli þeirra. Hefðu þau vitað að það stæði til að vísa þeim svo brátt úr landi hefðu þau haft hraðari hendur. „Það er það sem kemur svo á óvart í þessu máli,“ segir Sema en hún segir að illa gangi að fá upplýsingar um stöðuna á fjölskyldunni og hvernig standi á þessum vinnubrögðum.Barnshafandi og veik Hún segir stöðuna mjög alvarlega þar sem að konan, Sobo Anwar, sé barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. „Hún átti að mæta til læknis í vikunni. Mér skilst að heilbrigðisstarfsmaður verði á meðal þeirra sem fylgja þeim úr landi. Þannig að þau telja ástandið það alvarlegt að það þurfi heilbrigðisstarfsmann til að fylgjast með henni en ekki nógu alvarlegt til að hún fái að vera hérna og mæta til læknis eins og hún átti að gera.“ Hún segir íslensk yfirvöld vera að vísa fjölskyldunni aftur til Þýskalands samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þar sem þau sóttu fyrst um hæli. Þau höfðu fengið neitun um hæli í Þýskalandi og segir Sema því raunverulega hættu á því að þeim verði send beint til Írans eða Írak, þar sem þau óttast mjög um líf sitt.Flúðu aðstæður í heimalandi Sobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema segir þau hafa orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallin því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og var fyrst sótt um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Sema segir íslensk stjórnvöld ekki mega senda þau aftur til þess ríkis þar sem þau óttast um líf sitt. Ef það fer svo að Þýskaland sendir þau aftur til Írans eða Írak þá séu íslensk stjórnvöld samsek í því að brjóta gegn alþjóðalögum. „Þetta er svo grimmt. Þetta er eins og hálfs árs barn og ófrísk kona veik og það á að senda þau í einhverjar flóttamannabúðir í Þýskalandi. Það er líka hætta á að þau verði bara send beint áfram eins og við höfum séð gerast áður. Þannig að við vitum ekki hver örlög þeirra verða, þetta er hryllingur.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira