Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 09:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í morgun. vísir/vilhelm Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30