Draumar eru uppáhaldið mitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 09:30 Aldís með hrafninn Íó og Hafrúnu. Þau eru aðalsöguhetjur í Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói og ætluð börnum á grunnskólaaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma. Föndur Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma.
Föndur Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira