Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2017 18:30 Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. Þessa dagana er tekist á um það hvaða flokkar setjast að í stjórnarráðinu og taka um stjórnartaumana næstu fjögur árin. Hverju verður breytt og hverju ekki. Þingflokkar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks komu saman til funda í morgun til að fara yfir stöðuna og meta grundvöll til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Hugmyndafræðilega gæti þessi stjórn reynst bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðismönnum erfið enda langt á milli flokkanna í mörgum málum þótt áherslur þeirra fari einnig saman á sumum sviðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir flokkinn leggja áherslu á þau mál í stjórnarmyndunarviðræðum sem flokkurinn hélt á lofti í kosningabaráttunni. „Eins og kunnugt er hafa allir verið að tala við alla undanfarna daga. Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst; að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna um að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum í raun að horfa á það hvort það sé einhver flötur á að ræða við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi ennþá þannig að í raun heldur það bara áfram,“ segir Katrín.Bjarni vill ekki stjórn lægsta samnefnaraLjóst er að Katrín myndi leiða stjórn þessarra þriggja flokka ef þeir ná saman. Enda er það úrslitaskilyrði Vinstri grænna fyrir viðræðum, þótt Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins útiloki ekkert og segi þetta vera samningsatriði. „Þetta verður að vera ríkisstjórn framfara í landinu. Við erum að hugsa um það sem nýtist þjóðarheildinni sem best. Þannig að við erum ekki að tala um að mynda ríkisstjórn um einhvern lægsta samnefnara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á því. Nú er bara best að fara að vinna og sjá svo til hvað kemur út úr því. Þá getum við talað um það hvers konar mögulega ríkisstjórn þetta verður,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sleit viðræðum við Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata á mánudag á þeim forsendum að meirihluti þeirra flokka yrði of naumur á Alþingi. Hann hefur mælt fyrir samstarfi flokka með breiða skírskotun yfir miðjuna frá vinstri til hægri. „Undanfarna daga hefur hver flokkur verið að þreifa á öðrum til að átta sig á hvað sé hægt. Markmiðið er auðvitað að finna möguleika á meirihlutasamstarfi og hefja formlegar viðræður. Það er auðvitað búið að vera markmið allra þessa síðustu daga,“ segir Sigurður Ingi. En reikna má með að flokkarnir sem nú eru að tala saman haldi því áfram yfir helgina og jafnvel inn í næstu viku.Sigurður Ingi og Bjarni fyrir þingflokksfundi sína í morgun.Vísir/Eyþór/VilhelmBandalag miðju- og félagshyggjuflokkaEn það eru ekki bara Framsóknarflokkur, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur sem eru að ræða saman. Því Píratar, Samfylking og Viðreisn hafa einnig rætt saman um samstarf þessara flokka. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að ekki hafi verið fullreynt í fyrri stjórnarmyndunarviðræðum.Hvað eru þessir flokkar að tala um?„Við erum að tala um ný stjórnmál. Við erum að tala um stjórnarskrána. Við erum að tala um sókn í menntamálum. Við erum að tala um jafnrétti kynjanna. Við erum að tala um skýran valkost í stjórnmálum,“ sagði Logi þar sem fréttamaður hitti hann ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Þorgerði Katrínu Gunarsdóttur formanni Viðreisnar á Austurvell skömmu fyrir hádegi.Þorgerður Katrín segir að flokkarnir séu reiðubúnir til að vinna saman hvort sem væri í stjórnarandstöðu eða stjórn. „Já, við erum það. Við erum búin að fara meðal annars yfir í orgun hversu langt þau voru komin á sínum tíma í þessum viðræðum. Og það er í raun ekkert sem við sjáum gegn því að við förum inn í þetta. Við erum alla vega reiðubúin í þetta samtal svo lengi sem það býður upp á eitthvað nýtt. Ný vinnubrögð, ný stjórnmál, öðruvísi nálgun. Alla vega ekki kyrrstöðu eins og stefnir í núna,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórhildur Sunna telur að frjálslyndið myndi ráða meira för ef þráður fyrri stjórnarmyndunartilraunar yrði tekinn upp aftur með Viðreisn innanborðs, þar sem samvinna og samráð yrðu í fyrirrúmi. „En líka réttarvitund og mannréttindi. Mannréttindi 21. aldarinnar og að sjálfsögðu að við tökum betur á þessum helstu réttlætismálum okkar tíma. Eins og kynferðisbrotamálunum, sem og mannréttindavernd almennt á Íslandi sem þarfnast úrbóta,“ sagði Sunna.Skorið þið á Katrínu að láta af tali við Framsókn og Sjálfstæðisflokk og taka upp viðræður að nýju?„Nei, hún gerir það bara upp við sig. Hvað er best fyrir hana, hennar hreyfingu og hennar flokk, hennar kjósendur. En valkosturinn er skýr,“ segir Logi Einarsson. Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. Þessa dagana er tekist á um það hvaða flokkar setjast að í stjórnarráðinu og taka um stjórnartaumana næstu fjögur árin. Hverju verður breytt og hverju ekki. Þingflokkar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks komu saman til funda í morgun til að fara yfir stöðuna og meta grundvöll til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Hugmyndafræðilega gæti þessi stjórn reynst bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðismönnum erfið enda langt á milli flokkanna í mörgum málum þótt áherslur þeirra fari einnig saman á sumum sviðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir flokkinn leggja áherslu á þau mál í stjórnarmyndunarviðræðum sem flokkurinn hélt á lofti í kosningabaráttunni. „Eins og kunnugt er hafa allir verið að tala við alla undanfarna daga. Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst; að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna um að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum í raun að horfa á það hvort það sé einhver flötur á að ræða við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi ennþá þannig að í raun heldur það bara áfram,“ segir Katrín.Bjarni vill ekki stjórn lægsta samnefnaraLjóst er að Katrín myndi leiða stjórn þessarra þriggja flokka ef þeir ná saman. Enda er það úrslitaskilyrði Vinstri grænna fyrir viðræðum, þótt Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins útiloki ekkert og segi þetta vera samningsatriði. „Þetta verður að vera ríkisstjórn framfara í landinu. Við erum að hugsa um það sem nýtist þjóðarheildinni sem best. Þannig að við erum ekki að tala um að mynda ríkisstjórn um einhvern lægsta samnefnara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á því. Nú er bara best að fara að vinna og sjá svo til hvað kemur út úr því. Þá getum við talað um það hvers konar mögulega ríkisstjórn þetta verður,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sleit viðræðum við Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata á mánudag á þeim forsendum að meirihluti þeirra flokka yrði of naumur á Alþingi. Hann hefur mælt fyrir samstarfi flokka með breiða skírskotun yfir miðjuna frá vinstri til hægri. „Undanfarna daga hefur hver flokkur verið að þreifa á öðrum til að átta sig á hvað sé hægt. Markmiðið er auðvitað að finna möguleika á meirihlutasamstarfi og hefja formlegar viðræður. Það er auðvitað búið að vera markmið allra þessa síðustu daga,“ segir Sigurður Ingi. En reikna má með að flokkarnir sem nú eru að tala saman haldi því áfram yfir helgina og jafnvel inn í næstu viku.Sigurður Ingi og Bjarni fyrir þingflokksfundi sína í morgun.Vísir/Eyþór/VilhelmBandalag miðju- og félagshyggjuflokkaEn það eru ekki bara Framsóknarflokkur, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur sem eru að ræða saman. Því Píratar, Samfylking og Viðreisn hafa einnig rætt saman um samstarf þessara flokka. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að ekki hafi verið fullreynt í fyrri stjórnarmyndunarviðræðum.Hvað eru þessir flokkar að tala um?„Við erum að tala um ný stjórnmál. Við erum að tala um stjórnarskrána. Við erum að tala um sókn í menntamálum. Við erum að tala um jafnrétti kynjanna. Við erum að tala um skýran valkost í stjórnmálum,“ sagði Logi þar sem fréttamaður hitti hann ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Þorgerði Katrínu Gunarsdóttur formanni Viðreisnar á Austurvell skömmu fyrir hádegi.Þorgerður Katrín segir að flokkarnir séu reiðubúnir til að vinna saman hvort sem væri í stjórnarandstöðu eða stjórn. „Já, við erum það. Við erum búin að fara meðal annars yfir í orgun hversu langt þau voru komin á sínum tíma í þessum viðræðum. Og það er í raun ekkert sem við sjáum gegn því að við förum inn í þetta. Við erum alla vega reiðubúin í þetta samtal svo lengi sem það býður upp á eitthvað nýtt. Ný vinnubrögð, ný stjórnmál, öðruvísi nálgun. Alla vega ekki kyrrstöðu eins og stefnir í núna,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórhildur Sunna telur að frjálslyndið myndi ráða meira för ef þráður fyrri stjórnarmyndunartilraunar yrði tekinn upp aftur með Viðreisn innanborðs, þar sem samvinna og samráð yrðu í fyrirrúmi. „En líka réttarvitund og mannréttindi. Mannréttindi 21. aldarinnar og að sjálfsögðu að við tökum betur á þessum helstu réttlætismálum okkar tíma. Eins og kynferðisbrotamálunum, sem og mannréttindavernd almennt á Íslandi sem þarfnast úrbóta,“ sagði Sunna.Skorið þið á Katrínu að láta af tali við Framsókn og Sjálfstæðisflokk og taka upp viðræður að nýju?„Nei, hún gerir það bara upp við sig. Hvað er best fyrir hana, hennar hreyfingu og hennar flokk, hennar kjósendur. En valkosturinn er skýr,“ segir Logi Einarsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira