Erlent

Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og Vladimír Pútín hittust á leiðtogafundi APEC-ríkja í Víetnam.
Donald Trump og Vladimír Pútín hittust á leiðtogafundi APEC-ríkja í Víetnam. Vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

Trump segir Pútín hafa sagt sér þetta þegar þeir hittust stuttlega á leiðtogafundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC. „Hann sagði mér að hann skipti sér alls ekki af. Ég trúi því virkilega að þegar hann segir þetta þá meini hann það,“ segir Trump.

Trump kom í dag til víetnömsku höfuðborgarinnar Hanoi þar sem hann mun funda með forseta landsins, Tran Dai Quang. Að því loknu mun hann ferðast til Filippseyja til að taka þátt í leiðtogafundi ASEAN-ríkja.

Bandaríkjaforseti er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu og hefur hann þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu og Kína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×