„Mér líður vel. Þetta var afar góður hringur. Bilið var ekki mikið á milli okkar. Það er gott að ræsa af ráspól hér. Ég vil frekar ræsa af ráspól en að ræsa frá þriðja sæti. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að taka fram úr hérna. Við vitum að ræsingin er alltaf spennandi hér,“ sagði Bottas.
„Þetta er allt í lagi fyrir morgundaginn. Ég hefði auðvitað vilja vera fremstur. Ég hefði getað bremsað seinna í lokatilrauninni inn í fyrstu beygju og hefði geta sparað meiri tíma þar en ég gugnaði eiginlega bara. ,“ sagði Vettel.
„Það var erfitt að koma dekkjunum í rétt hitastig til að þau virkuðu strax í upphafi hringsins en það var allt að koma. Við náðum að bæta bílinn frá því í gær. En veðrið gæti spilað stóra rullu á morgun og það gæti breyst hratt,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji á Ferrari.
„Lewis er heppinn að heimsmeistarakeppnin er ráðin. Þetta var gott fyrir Valtteri. Hann þurfti á þessu að halda til að auka sjálfstraust sitt.,“ sagði Niki Lauda sem varð þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 á sínum ferli.

„Ég er bara nokkuð sáttur við þetta. Venjulega myndi ég vænta þess að vera níundi eða tíundi en ég er sáttur með að ræsa í sjötta sæti á morgun með refsingu Riccardo. Ég held að við séum í nokkuð góðum málum núna. Við ætlum okkur að ná góðri ræsingu og vera með góða keppnisáætlun og tryggja góðan árangur á morgun,“ sagði Fernando Alonso, sem varð sjöundi á McLaren í dag.