Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 10:49 Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent