Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana. Srí Lanka Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. Í fréttum okkar á dögunum var sagt frá því að áttatíu og fjögur börn hafi verið ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Hollenskur sjónvarpsþáttur sagði frá því í september að þar hefði um margra ára skeið verið starfrækt svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópu á níunda áratugnum þar sem þriðji aðili hagnaðist á að selja þau. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga Ásu Magnúsdóttur, sem ættleidd var frá Srí Lanka árið 1985. Þegar hennar mál var skoðað kom í ljós að líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. Kristjana var einnig ættleidd frá Srí Lanka á þessum tíma. Hún segir fréttir af málinu hafa verið mikið áfall. „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar. Margt ósvarað sem kemur upp í kollinn á manni sem maður veit ekki einu sinni hvort maður fái svör við,“ segir Kristjana. Eftir að hafa heyrt fréttir af málinu leitaði Kristjana til íslenskrar ættleiðingar eftir ráðgjöf sem samtökin bjóða nú vegna þessa. Þá hafði Kristjana einnig samband við Ásu. „Því það er svo rosalega margt líkt í gögnunum okkar. Bæirnir til dæmis og nöfnin, fæðingarstaður. Það virðist allt bara vera það sama. Þannig að við ætlum að hittast á bera saman gögn,“ segir Kristjana en þær voru, eins og fram hefur komið, báðar ættleiddar frá Srí lanka árið 1985. Kristjana segir fjölmargt í ættleiðingar pappírum þeirra ansi líkt. Vegna þessa telur því að mögulega séu ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð. „Ég hef heilmiklar áhyggjur af því en það mun breyta miklu fyrir mig,“ segir Kristjana sem er staðráðin í því að leita uppruna síns. „Við fjölskyldan höfum oft rætt þetta og okkur hefur langað að fara þarna út saman og við stefnum alveg ennþá að því,“ segir Kristjana.
Srí Lanka Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira