Konurnar öflugar í glæpasögunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 19:00 Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira