Fundi VG frestað til morguns Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 20:47 Katrínj Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00