Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 11:15 Frá þingflokksfundi VG í gærkvöldi sem frestað var til klukkan 13 í dag. vísir/stefán Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur meiri líkur en minni á því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Það líti hins vegar út fyrir að hún þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað til klukkan 13 í dag og má búast við því að flokkurinn taki þá ákvörðun hvort fara eigi í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eða ekki. „Í augnablikinu vekur athygli að formaður VG lýsir því að yfir að hún vilji ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk þó að formleg niðurstaða sé ekki komin af þessum þingflokksfundi VG. Það vekur líka athygli að hún telur að flokkarnir geti náð saman málefnalega,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til viðræðna Þá bendir hann á að ekki megi skilja þá þingmenn VG sem hafa tjáð sig opinberlega eftir þingflokksfundinn í gær öðruvísi en svo að þeir vilji láta á þessa stjórnarmyndun reyna. „Eflaust eru skiptar skoðanir innan þingflokksins um þetta mál en að þessu sögðu væri nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna og sjá hvort hann nær málefnasamningi sem hann getur sætt sig við.“ Baldur segist telja meiri líkur heldur en minni á að af þessum viðræðum verði vegna þess að ef að þingflokkur VG styðji ekki formanninn í þeirri vegferð, sem Katrín hefur lýst yfir að hún vilji láta reyna á, þá er hún sett í mjög erfiða stöðu. „Ekki bara innan flokksins heldur líka í öðrum hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hún væri komin í mjög erfiða stöðu bæði gagnvart sínum þingflokki sem og gagnvart öðrum formönnum sem þurfa að eiga samtöl um myndun stjórnar ef til þess kæmi,“ segir Baldur og ítrekar að honum þætti það sérstakt ef þingflokkurinn myndi ekki láta á þetta reyna, þrátt fyrir að það yrði vissulega erfitt því um sögulegar sættir yrði að ræða ef Sjálfstæðisflokkur og VG fara saman í ríkisstjórn.Baldur bendir á að þó að mikill samhljómur sé milli VG og Sjálfstæðisflokks þá sé líka langt á milli flokkanna. Auk þess snúist málið um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/VilhelmEitt að hafa þingflokkinn með sér og annað að hafa grasrótinaMörgum er eflaust í fersku minni þegar talað var um kattasmölum innan raða Vinstri grænna í ríkisstjórn þeirra og Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. Í færslu sem Baldur setti á Facebook í gær sagði hann að honum þætti líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í kattasmölun í ríkisstjórn með VG heldur en öfugt.En má ekki lesa það í stöðuna nú að Katrín sé komin í kattasmölun áður en einu sinni formlegar viðræður hefjast? „Já, það lítur nú út fyrir það vegna þess að það náðist ekki sátt um þessa leið sem hún boðaði í gær. Það virðist þurfa að sannfæra einhverja í þingflokknum um þetta. Enda er þetta stórt skref að stíga en svo er auðvitað eitt að hafa þingflokkinn á bak við sig og annað að hafa grasrótina. Við sjáum það klárlega að það er þó nokkur andstaða við þetta hjá almennum flokksmönnum,“ segir Baldur. Það er því mjög erfitt fyrir flokkinn að fara inn í þetta stjórnarsamstarf og þó að það sé heilmikill samhljómur hjá flokkunum þá bendir Baldur á að það er líka mikill málefnalegur ágreiningur, til að mynda í skattamálum og þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðis-og menntamála almennt. Svo sé jafnframt ágreiningur hjá flokkunum um vinnubrögð og þá snúist málið einnig um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, fylgir formanninum og þingflokksformanninum að málum varðandi stjórnarmyndunarviðræður.Skjáskot/Stöð2Læti og hávaði innan flokksins ef það næst saman stjórnarsáttmáli Aðspurður hvað hann lesi í yfirlýsingar manna eins og Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem hafa verið taldir áhrifamenn innan VG, um þriggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn segir hann það sýna að þeir vilji koma á sögulegum sáttum Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. „Það sýnir að þeim finnist að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en skilji þá að. Það sýnir það líka að kjarni forystufólks VG núverandi og fyrrverandi virðast styðja formanninn í þessari vegferð ef marka má þá sem hafa tjáð sig. Þess vegna virðist Katrín hafa þorra forystufólksins með sér í þessu.“Heldurðu að það styrki stöðu hennar gagnvart grasrótinni að einhverju leyti? „Það gerir það vissulega en það verða læti og það verður hávaði ef það næst saman stjórnarsáttmáli.“Baldur segir að þó að formennirnir þrír hefji formlegar viðræður þá sé enn langt í land í að mynda ríkisstjórn. Vísir/GVA/ERNIREiga langt í land með að mynda ríkisstjórnEn hversu líklegt telur Baldur að mynduð verði ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef farið verður í formlegar viðræður? „Þá myndi ég segja að það er langt í land að þeir nái saman. Það er hins vegar athyglisvert að Katrín segist vongóð um það og telji að þeir geti náð saman. Hún myndi líklega ekki ætla sér í þessa vegferð nema hún teldi að hún gæti náð saman með þeim. En báðir flokkarnir, VG og Sjálfstæðisflokkur, þurfa að gefa mjög mikið eftir til þess að þeir nái saman í stjórn.“ Ef þeir ná hins vegar saman og mynda ríkisstjórn mun það gjörbreyta landslaginu í íslenskri pólitík að sögn Baldurs. „Ef það verða ekki veruleg innanflokksátök í flokkunum, það verða einhver alltaf innanflokksátök bæði í VG og Sjálfstæðisflokki, og samstarfið heppnast nokkuð vel án mikilla átaka milli flokkanna, þá gjörbreytir þetta landslagi íslenskra stjórnmála. Það gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn og aðrir flokkar á miðjunni eru ekki lengur í þeirri lykilstöðu að mynda ríkisstjórn eins og þeir hafa verið frá því að flokkakerfið myndaðist á fjórða áratug síðustu aldar.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur meiri líkur en minni á því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Það líti hins vegar út fyrir að hún þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað til klukkan 13 í dag og má búast við því að flokkurinn taki þá ákvörðun hvort fara eigi í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eða ekki. „Í augnablikinu vekur athygli að formaður VG lýsir því að yfir að hún vilji ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk þó að formleg niðurstaða sé ekki komin af þessum þingflokksfundi VG. Það vekur líka athygli að hún telur að flokkarnir geti náð saman málefnalega,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til viðræðna Þá bendir hann á að ekki megi skilja þá þingmenn VG sem hafa tjáð sig opinberlega eftir þingflokksfundinn í gær öðruvísi en svo að þeir vilji láta á þessa stjórnarmyndun reyna. „Eflaust eru skiptar skoðanir innan þingflokksins um þetta mál en að þessu sögðu væri nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna og sjá hvort hann nær málefnasamningi sem hann getur sætt sig við.“ Baldur segist telja meiri líkur heldur en minni á að af þessum viðræðum verði vegna þess að ef að þingflokkur VG styðji ekki formanninn í þeirri vegferð, sem Katrín hefur lýst yfir að hún vilji láta reyna á, þá er hún sett í mjög erfiða stöðu. „Ekki bara innan flokksins heldur líka í öðrum hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hún væri komin í mjög erfiða stöðu bæði gagnvart sínum þingflokki sem og gagnvart öðrum formönnum sem þurfa að eiga samtöl um myndun stjórnar ef til þess kæmi,“ segir Baldur og ítrekar að honum þætti það sérstakt ef þingflokkurinn myndi ekki láta á þetta reyna, þrátt fyrir að það yrði vissulega erfitt því um sögulegar sættir yrði að ræða ef Sjálfstæðisflokkur og VG fara saman í ríkisstjórn.Baldur bendir á að þó að mikill samhljómur sé milli VG og Sjálfstæðisflokks þá sé líka langt á milli flokkanna. Auk þess snúist málið um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/VilhelmEitt að hafa þingflokkinn með sér og annað að hafa grasrótinaMörgum er eflaust í fersku minni þegar talað var um kattasmölum innan raða Vinstri grænna í ríkisstjórn þeirra og Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. Í færslu sem Baldur setti á Facebook í gær sagði hann að honum þætti líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í kattasmölun í ríkisstjórn með VG heldur en öfugt.En má ekki lesa það í stöðuna nú að Katrín sé komin í kattasmölun áður en einu sinni formlegar viðræður hefjast? „Já, það lítur nú út fyrir það vegna þess að það náðist ekki sátt um þessa leið sem hún boðaði í gær. Það virðist þurfa að sannfæra einhverja í þingflokknum um þetta. Enda er þetta stórt skref að stíga en svo er auðvitað eitt að hafa þingflokkinn á bak við sig og annað að hafa grasrótina. Við sjáum það klárlega að það er þó nokkur andstaða við þetta hjá almennum flokksmönnum,“ segir Baldur. Það er því mjög erfitt fyrir flokkinn að fara inn í þetta stjórnarsamstarf og þó að það sé heilmikill samhljómur hjá flokkunum þá bendir Baldur á að það er líka mikill málefnalegur ágreiningur, til að mynda í skattamálum og þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðis-og menntamála almennt. Svo sé jafnframt ágreiningur hjá flokkunum um vinnubrögð og þá snúist málið einnig um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, fylgir formanninum og þingflokksformanninum að málum varðandi stjórnarmyndunarviðræður.Skjáskot/Stöð2Læti og hávaði innan flokksins ef það næst saman stjórnarsáttmáli Aðspurður hvað hann lesi í yfirlýsingar manna eins og Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem hafa verið taldir áhrifamenn innan VG, um þriggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn segir hann það sýna að þeir vilji koma á sögulegum sáttum Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. „Það sýnir að þeim finnist að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en skilji þá að. Það sýnir það líka að kjarni forystufólks VG núverandi og fyrrverandi virðast styðja formanninn í þessari vegferð ef marka má þá sem hafa tjáð sig. Þess vegna virðist Katrín hafa þorra forystufólksins með sér í þessu.“Heldurðu að það styrki stöðu hennar gagnvart grasrótinni að einhverju leyti? „Það gerir það vissulega en það verða læti og það verður hávaði ef það næst saman stjórnarsáttmáli.“Baldur segir að þó að formennirnir þrír hefji formlegar viðræður þá sé enn langt í land í að mynda ríkisstjórn. Vísir/GVA/ERNIREiga langt í land með að mynda ríkisstjórnEn hversu líklegt telur Baldur að mynduð verði ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef farið verður í formlegar viðræður? „Þá myndi ég segja að það er langt í land að þeir nái saman. Það er hins vegar athyglisvert að Katrín segist vongóð um það og telji að þeir geti náð saman. Hún myndi líklega ekki ætla sér í þessa vegferð nema hún teldi að hún gæti náð saman með þeim. En báðir flokkarnir, VG og Sjálfstæðisflokkur, þurfa að gefa mjög mikið eftir til þess að þeir nái saman í stjórn.“ Ef þeir ná hins vegar saman og mynda ríkisstjórn mun það gjörbreyta landslaginu í íslenskri pólitík að sögn Baldurs. „Ef það verða ekki veruleg innanflokksátök í flokkunum, það verða einhver alltaf innanflokksátök bæði í VG og Sjálfstæðisflokki, og samstarfið heppnast nokkuð vel án mikilla átaka milli flokkanna, þá gjörbreytir þetta landslagi íslenskra stjórnmála. Það gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn og aðrir flokkar á miðjunni eru ekki lengur í þeirri lykilstöðu að mynda ríkisstjórn eins og þeir hafa verið frá því að flokkakerfið myndaðist á fjórða áratug síðustu aldar.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31