Bioeffect í eitt frægasta vöruhús Frakka Ritstjórn skrifar 13. nóvember 2017 13:00 Hér er Björn Örvar, einn af stofnendum Bioeffect í Le Bon Marché. Þeir sem hafa lagt leið sína til Parísarborgar ættu flestir að kannast við vöruhúsið Le Bon Marché, enda um að ræða eitt frægasta vöruhús Frakka. Hvert merki er handvalið inn af þvílíkri gaumgæfni og þarf að uppfylla ákveðnar gæðakröfur. Það er því gaman að sjá að nýjasta viðbótin í snyrtivörudeild Le Bon Marché er íslenska húðvörumerkið Bioeffect. „Le Bon Marché er eitt af flottustu vöruhúsum Evrópu og við erum bæði stolt og ánægð með það að BIOEFFECT snyrtivörurnar séu nú fáanlegar þar. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra vörumerkja sem tekin eru í sölu hjá Le Bon Marché og þetta styrkir stöðu okkar sem alþjóðlegt vörumerki fyrir kröfuharða neytendur,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri Bioeffect. Vöruhúsið, sem stofnað var árið 1838, er á þremur hæðum og þykir eitt það glæsilegasta í heiminum. Það er þekkt fyrir fágaða hönnun, íburðamikil húsakynni og vandaða þjónustu. Le Bon Marché er í eigu LVMH Luxury Group sem á og selur fjölda lúxusvörumerkja, til dæmis Louis Vitton, Dior, Dom Pérignon, Hennessey og Tag Heuer. Vörur BIOEFFECT eru nú þegar til sölu á 28 mörkuðum og í nokkrum af þekktustu vöruhúsum heims, þar á meðal Harrods í London og KaDeWe í Berlín. Þá eru þær á meðal mest seldu snyrtivara um borð í vélum British Airways, Lufthansa, Swiss Air og Icelandair. Mest lesið Fataskápur Díönu prinsessu verður opnaður á nýrri sýningu Glamour Hugmyndir fyrir hrekkjavökuna af tískupöllunum Glamour Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour "Þetta er ekki mynd af því sem ég sé í speglinum“ Glamour Yfirhönnuðir DKNY hætta Glamour Allt sem þú vissir ekki um Love Actually Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Velkomin í Tommyland Glamour
Þeir sem hafa lagt leið sína til Parísarborgar ættu flestir að kannast við vöruhúsið Le Bon Marché, enda um að ræða eitt frægasta vöruhús Frakka. Hvert merki er handvalið inn af þvílíkri gaumgæfni og þarf að uppfylla ákveðnar gæðakröfur. Það er því gaman að sjá að nýjasta viðbótin í snyrtivörudeild Le Bon Marché er íslenska húðvörumerkið Bioeffect. „Le Bon Marché er eitt af flottustu vöruhúsum Evrópu og við erum bæði stolt og ánægð með það að BIOEFFECT snyrtivörurnar séu nú fáanlegar þar. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra vörumerkja sem tekin eru í sölu hjá Le Bon Marché og þetta styrkir stöðu okkar sem alþjóðlegt vörumerki fyrir kröfuharða neytendur,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri Bioeffect. Vöruhúsið, sem stofnað var árið 1838, er á þremur hæðum og þykir eitt það glæsilegasta í heiminum. Það er þekkt fyrir fágaða hönnun, íburðamikil húsakynni og vandaða þjónustu. Le Bon Marché er í eigu LVMH Luxury Group sem á og selur fjölda lúxusvörumerkja, til dæmis Louis Vitton, Dior, Dom Pérignon, Hennessey og Tag Heuer. Vörur BIOEFFECT eru nú þegar til sölu á 28 mörkuðum og í nokkrum af þekktustu vöruhúsum heims, þar á meðal Harrods í London og KaDeWe í Berlín. Þá eru þær á meðal mest seldu snyrtivara um borð í vélum British Airways, Lufthansa, Swiss Air og Icelandair.
Mest lesið Fataskápur Díönu prinsessu verður opnaður á nýrri sýningu Glamour Hugmyndir fyrir hrekkjavökuna af tískupöllunum Glamour Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour "Þetta er ekki mynd af því sem ég sé í speglinum“ Glamour Yfirhönnuðir DKNY hætta Glamour Allt sem þú vissir ekki um Love Actually Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Velkomin í Tommyland Glamour