Þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknar funda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 13:23 Frá þingflokksfundi Vinstri grænna sem hófst upp úr klukkan 13 í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent