Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 18:23 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09