Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 19:47 Þetta er í einungis þriðja sinn sem hermaður flýr frá Norður-Kóreu á þessum stað. Vísir/AFP Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953. Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953.
Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira