Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 19:47 Þetta er í einungis þriðja sinn sem hermaður flýr frá Norður-Kóreu á þessum stað. Vísir/AFP Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953. Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953.
Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira