Donald Trump yngri í samskiptum við Wikileaks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 06:44 Donald Trump yngri birti staðfestingar á samskiptum sem kosningalið hans hefur ætíð neitað fyrir. VÍSIR/GETTY Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03