Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 15:20 Flóðin í Houston voru tröllvaxin. Vatnselgurinn var meiri en í síðustu þremur hamfaraflóðunum sem höfðu gengið yfir svæðið. Vísir/AFP Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Fyrsta rannsóknin þar sem reynt er að varpa ljósi á tengls loftslagsbreytinga við meiriháttar úrkomuviðburði eins og fellibylinn Harvey bendir til þess að úrhelli af því tagi hafi verið sexfalt líklegri vegna hnattrænnar hlýnunar. Stormar á þessu svæði verða enn tíðari á þessari öld komi menn ekki böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Alls féllu um 83 sentímetrar regns á Houston-svæðinu þegar Harvey fór þar yfir í lok ágúst. Fordæmalítil flóðin ollu gríðarlegri eyðileggingu þar og víðar í Texas. Loftslagsvísindamenn hafa talað á almennum nótum um að hnattræn hlýnun muni að líkindum gera fellibylji og rigningarveður öflugri jafnvel þó að þau verði ekki endilega tíðari. Ástæðan er meðal annars sú að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.Úr 2.000 ára endurkomu í hundrað árMeð hjálp tölvuhermunar hefur Kerry Emanuel frá MIT-háskóla nú reynt að varpa ljósi á bein tengls loftslagsbreytinga við úrhellið í Texas. Niðurstaða hans er að árlegar líkur á úrhelli eins og því sem fylgdi Harvey fari úr 1% á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar í 18% fyrir síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Sú niðurstaða byggist á forsendum svartsýnasta mats um þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld á vegum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Sé þessi þróun línuleg segir Emanuel að líkurnar á úrkomu á Houston-svæðinu eins og þeirri sem fylgdi Harvey séu sexfalt meiri nú en þær voru seint á síðustu öld. Í stað þess að gerast einu sinni á 2.000 ára fresti verði endurkomutími flóða af þessari stærðargráðu hundrað ár. „Ég held að menn hafi breytt líkunum töluvert“ segir Emanuel við Washington Post um rannsóknina sem hann birti í PNAS, riti Bandarísku vísindaakademíunnar.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25