Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu Sigurður Páll Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 10:04 Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun