„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 20:30 „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna. Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
„Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna.
Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52