Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 08:45 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51