Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 08:45 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51