Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 14:25 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00