Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:15 Covington hefur tekist á mettíma að verða hataðasti maðurinn hjá UFC. vísir/getty Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur. MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur.
MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira