The Economist: Strákarnir okkar eru skæruliðar fótboltans í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:30 "Skæruliðarnir okkar“ með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Vísir/Anton Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira