Segja viðræður ekki koma til greina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 19:19 Kóreumenn segja að þörf sé á kjarnorkuvopnum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira