Fagna opinni umræðu um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:35 Umræða um kynferðislega áreitni og misbeitingu valds innan listaheimsins hefur verið áberandi síðustu misseri. Vísir/GVA Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag. MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag.
MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00