„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. nóvember 2017 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54