„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. nóvember 2017 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54