Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 23:49 Christian Lindner, leiðtogi Frjálslyndra tilkynnir að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi hafi verið slitið. Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13
Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56