Markaðsumhverfi erlendra markaða breytist þegar 2018 nálgast Birgir Haraldsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun