Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Carles Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli en snýr ekki strax heim. vísir/afp Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira