Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld ræða enn saman þrátt fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 10:49 Joseph Yun er sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Norður-Kóreu. Vísir/AFP Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu. Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20