Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Gulli og Andrés eru með dreng í varanlegu fóstri og langar þeim að ættleiða hann. „Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli. Fósturbörn Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli.
Fósturbörn Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira