Erlent

Réðst á tvo lögregluþjóna með hnífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Annar lögregluþjónninn var stunginn í hálsinn og var fluttur á sjúkrahús.
Annar lögregluþjónninn var stunginn í hálsinn og var fluttur á sjúkrahús. Vísir/AFP
Lögreglan í Túnis hefur handtekið mann sem réðst á tvo lögregluþjóna nærri þinghúsinu í höfuðborginni, sem einnig heitir Túnis. Maðurinn stakk lögregluþjónana með hnífi en hvorugur þeirra lét lífið. Annar særðist einungis lítillega en hinn var stunginn í hálsinn og var fluttur á sjúkrahús og er nú á gjörgæslu.

Maðurinn mun hafa verið kunnur yfirvöldum, samkvæmt frétt Reuters, og sagði hann eftir árásina að lögregluþjónar væru „harðstjórar“.



Lögregluþjónarnir stóðu vörð nærri Bardo safninu, sem er andspænis þinghúsinu. Árið 2015 voru 21 ferðamaður myrtir í hryðjuverkaárás á safnið. Sama ár var einnig gerð árás á strandhótel í borginni.

Túnis hefur átt í erfiðleikum varðandi öfgamenn frá því að einræðisherranum Zine El Abidine Ban Ali var velt úr sessi árið 2011 og lýðræði var komið á laggirnar í landinu. Uppreisnin var upphaf Arabíska vorsins svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×