Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál Rúmenanna Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira