Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2017 11:59 Formenn Framsóknar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi ásamt fulltrúa Pírata. Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Anton Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira